HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði aðfararnótt föstudags erlent par sem grunað er um fjárdrátt og skjalafals hér á landi í gæsluvarðhald fram á fimmtudag.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði aðfararnótt föstudags erlent par sem grunað er um fjárdrátt og skjalafals hér á landi í gæsluvarðhald fram á fimmtudag.

Fólkið var nýkomið með flugi frá Kaupmannahöfn eftir að hafa verið handtekið í Danmörku að beiðni Lögreglunnar í Reykjavík.

Lögreglan fór fram á að fólkið yrði úrskurðað í gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna, en fólkið er grunað um að hafa svikið fé út úr hérlendum bönkum.

Mun það hafa flutt tvo jeppa sem það var með að leigu hjá íslenskum bílaleigum með sér til Danmerkur með ferjunni Norrænu.