8. september 2005 | Innlendar fréttir | 120 orð

Mikil ávöxtun hlutabréfa í sögulegu ljósi

Í UMFJÖLLUN Más Wolfgang Mixa um bókina It Was a Very Good Year í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag kemur fram að hækkun Úrvalsvísitölunnar á Íslandi var 56% árið 2003 og 59% árið 2004, sem er umfram bestu ársávöxtun bandarísku hlutabréfavísitölunnar...
Í UMFJÖLLUN Más Wolfgang Mixa um bókina It Was a Very Good Year í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag kemur fram að hækkun Úrvalsvísitölunnar á Íslandi var 56% árið 2003 og 59% árið 2004, sem er umfram bestu ársávöxtun bandarísku hlutabréfavísitölunnar á síðustu öld. Hæsta ávöxtun bandarísku hlutabréfavísitölunar fékkst árið 1933 þegar Standard & Poor´s-hlutabréfavísitalan hækkaði um rúm 54% en í ársbyrjun höfðu Bandaríkjamenn nýverið farið í gegnum verstu kreppu aldarinnar og vísitalan lækkað um næstum því 90% frá því sem hún fór hæst.

Einnig er greint frá því að bestu ár hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum hafi næstum því undantekningarlaust verið tengd slökun á peningamálastefnu, þ.e. lækkun stýrivaxta. Gengi hlutabréfa hérlendis hefur hins vegar hækkað næstum því samhliða stöðugri hækkun stýrivaxta seðlabankans.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.