29. nóvember 2005 | Bókablað | 118 orð | 1 mynd

SKÁLDSAGAN Áferð eftir Ófeig Sigurðsson er gefin út af Traktor...

SKÁLDSAGAN Áferð eftir Ófeig Sigurðsson er gefin út af Traktor undirforlagi bókaforlagsins Bjarts.
SKÁLDSAGAN Áferð eftir Ófeig Sigurðsson er gefin út af Traktor undirforlagi bókaforlagsins Bjarts.

Í kynningu Traktors segir: "Maðurinn frá Hvergilandi skröltir um ókunnar þriðja-heims lendur í leit að einhverju, engu, öllu, hattinum sínum og sjálfum sér. Stíllinn lyktar af sagga og brennisteini líkt og sjálfur andskotinn mygli á húsbitanum. Áferð er þeirra sem hafa dug til að lifa í bók."

Ófeigur Sigurðsson (1975) er rithöfundur, ljóðskáld, heimspekinemi og tónlistarmaður. Eftir hann liggja ljóðabækurnar Skál fyrir skammdeginu (Nykur) og Handlöngun (Nýhil). Hann hefur átt ljóð og þýðingar í tímaritum og er meðlimur í Nýhil. Áferð er hans fyrsta skáldsaga. Þetta er fyrsta bókin sem kemur út undir merkjum Traktors, undirforlags Bjarts og eru höfuðstöðvar hins nýja forlags á Ísafirði.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.