Bresk dagblöð telja líkur á því að suður-afríska leikkonan Charlize Theron sé næsta Bond-stúlkan.
Bresk dagblöð telja líkur á því að suður-afríska leikkonan Charlize Theron sé næsta Bond-stúlkan. Að sögn Daily Mirror hefur leikkonunni þegar verið boðið að leika á móti Daniel Craig, hinum nýja James Bond, í næstu kvikmyndinni um ævintýri njósnara hennar hátignar, Casino Royale.

Fyrirhugað er að hefja tökur nýju myndarinnar í Prag í janúar næstkomandi.

Að sögn Daily Mirror mun Martin Campell, leikstjóri myndarinnar, hafa horft fyrst til Theron, sem er þrítug, í kvenhlutverk myndarinnar.

Ef af verður mun Theron feta í fótspor leikkvenna á borð við Halle Berry, Teri Hatcher og Ursulu Andress.