GISTINÆTUR á hótelum í október jukust um 2,5 % alls frá sama mánuði í fyrra og voru nú 86.100. Fjölgunin varð eingöngu vegna útlendinga. Gistinóttum Íslendinga fækkaði um 4% og voru nú 20.000.
GISTINÆTUR á hótelum í október jukust um 2,5 % alls frá sama mánuði í fyrra og voru nú 86.100. Fjölgunin varð eingöngu vegna útlendinga. Gistinóttum Íslendinga fækkaði um 4% og voru nú 20.000. Tölur Hagstofunnar eiga eingöngu við um gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið og tölur fyrir árið 2005 eru bráðabirgðatölur.

Eins og á síðustu mánuðum fjölgaði gistinóttum hlutfallslega mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og á Vestfjörðum, þar sem aukningin var 39,3%. Á höfuðborgarsvæðinu varð hins vegar 0,5% samdráttur og gistinætur drógust saman um 13% á Austurlandi.