Þoka Fokker-flugvél Flugfélags Íslands kemur inn til lendingar í gær en þá lá þykk þoka yfir flugbrautinni.
Þoka Fokker-flugvél Flugfélags Íslands kemur inn til lendingar í gær en þá lá þykk þoka yfir flugbrautinni. — Morgunblaðið/Kristján
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
AÐSTÆÐUR á Akureyrarflugvelli voru nokkuð sérstakar þegar Fokker-flugvél Flugfélags Íslands kom inn til lendingar um miðjan dag í gær. Þykk þoka lá yfir flugbrautinni og skyggni því ekki eins og best verður á kosið.
AÐSTÆÐUR á Akureyrarflugvelli voru nokkuð sérstakar þegar Fokker-flugvél Flugfélags Íslands kom inn til lendingar um miðjan dag í gær. Þykk þoka lá yfir flugbrautinni og skyggni því ekki eins og best verður á kosið. "Lendingin var mjúk og fín en flugstjórinn þurfti að taka hjólin upp aftur og taka aukahring áður en hann lenti vélinni. Það gerði nú ekkert til og það ánægjulega var að þurfa ekki að fara til Reykjavíkur aftur," sagði Hreiðar Gíslason, sem var farþegi með vélinni.