Ahmet og Dweezil Zappa leiða tónlistarhópinn Zappa Plays Zappa.
Ahmet og Dweezil Zappa leiða tónlistarhópinn Zappa Plays Zappa.
TÓNLISTARHÓPURINN Zappa Plays Zappa spilar í Laugardalshöll föstudaginn 9. júní næstkomandi.

TÓNLISTARHÓPURINN Zappa Plays Zappa spilar í Laugardalshöll föstudaginn 9. júní næstkomandi. Kvað þetta vera í fyrsta sinn sem hópurinn, sem er leiddur af tveimur sonum Frank Zappa, Ahmet og Dweezil, kemur fram opinberlega í því skyni að leika tónlist föður síns en Frank Zappa lést árið 1993.

Í tónlistarhópnum er valinn maður í hverju rúmi og þar af þrír tónlistarmenn sem spiluðu með Zappa á sínum tíma; Steve Vai, sem hefur ítrekað verið valinn besti gítarleikari heims af tónlistartímaritum af ýmsum toga en Steve lék hér með hljómsveitinni Whitesnake á tvennum tónleikum í Reiðhöllinni árið 1990.

Terry Bozzio, einn af virtustu trommurum nútímans. Þetta verður einnig í annað sinn sem Bozzio heimsækir Ísland en hann kom hingað til lands árið 1998 og hélt frábæra einleikstónleika í Loftkastalanum þar sem eitt tonn af slagverki var með í för. Síðast en ekki síst mun Napoleon Murphy Brock blása í saxófón og syngja á tónleikunum en í honum má heyra á nokkrum af bestu plötum Zappa, þeim Apostrophe (‘), One Size Fits All , Roxy And Elsewhere og Sheik Yerbouti .

Samkvæmt RR ehf. sem flytur hópinn hingað til lands munu fleiri tónlistarmenn úr hljómsveitum Zappa einnig vera með í för og koma þeir fram sem leynigestir.

Um miðasölu og upphitunarhljómsveit verður tilkynnt síðar.