22. janúar 2006 | Tónlist | 211 orð | 1 mynd

Tónlist | Zappa Plays Zappa leikur í Laugardalshöll í sumar

Synir Zappa til Íslands

Ahmet og Dweezil Zappa leiða tónlistarhópinn Zappa Plays Zappa.
Ahmet og Dweezil Zappa leiða tónlistarhópinn Zappa Plays Zappa.
TÓNLISTARHÓPURINN Zappa Plays Zappa spilar í Laugardalshöll föstudaginn 9. júní næstkomandi.
TÓNLISTARHÓPURINN Zappa Plays Zappa spilar í Laugardalshöll föstudaginn 9. júní næstkomandi. Kvað þetta vera í fyrsta sinn sem hópurinn, sem er leiddur af tveimur sonum Frank Zappa, Ahmet og Dweezil, kemur fram opinberlega í því skyni að leika tónlist föður síns en Frank Zappa lést árið 1993.

Í tónlistarhópnum er valinn maður í hverju rúmi og þar af þrír tónlistarmenn sem spiluðu með Zappa á sínum tíma; Steve Vai, sem hefur ítrekað verið valinn besti gítarleikari heims af tónlistartímaritum af ýmsum toga en Steve lék hér með hljómsveitinni Whitesnake á tvennum tónleikum í Reiðhöllinni árið 1990.

Terry Bozzio, einn af virtustu trommurum nútímans. Þetta verður einnig í annað sinn sem Bozzio heimsækir Ísland en hann kom hingað til lands árið 1998 og hélt frábæra einleikstónleika í Loftkastalanum þar sem eitt tonn af slagverki var með í för. Síðast en ekki síst mun Napoleon Murphy Brock blása í saxófón og syngja á tónleikunum en í honum má heyra á nokkrum af bestu plötum Zappa, þeim Apostrophe(‘), One Size Fits All, Roxy And Elsewhere og Sheik Yerbouti.

Samkvæmt RR ehf. sem flytur hópinn hingað til lands munu fleiri tónlistarmenn úr hljómsveitum Zappa einnig vera með í för og koma þeir fram sem leynigestir.

Um miðasölu og upphitunarhljómsveit verður tilkynnt síðar.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.