Unnið við að eyða gömlum vopnabirgðum frá Íraksher.
Unnið við að eyða gömlum vopnabirgðum frá Íraksher. — Reuters
Kúveit. AP, AFP. | Bandarískum hermönnum í Írak hefur fækkað um allt að 20% á síðustu tveimur mánuðum og búist er við, að haldið verði áfram að fækka þeim smám saman.

Kúveit. AP, AFP. | Bandarískum hermönnum í Írak hefur fækkað um allt að 20% á síðustu tveimur mánuðum og búist er við, að haldið verði áfram að fækka þeim smám saman.

Kom þetta fram hjá John Abizaid hershöfðingja og yfirmanni Bandaríkjahers í Írak en hann lagði áherslu á, að versnaði ástandið frá því, sem nú er, kynni aftur að verða fjölgað í herliðinu.

Nú eru rúmlega 140.000 bandarískir hermenn í Írak en John Murtha, kunnur þingmaður í flokki demókrata, sagði fyrir skömmu, að líklega yrði búið að kalla allan herinn heim frá Írak fyrir árslok.

Í væntanlegum fjárlagatillögum George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, er gert ráð fyrir margvíslegum sparnaði í útgjöldum til hermála. Meðal annars á að fækka allnokkuð í varaliði hersins og þjóðvarðliðinu og lækka kostnað við tvær áætlanir um smíði herþotna um 247 milljarða ísl. kr. Hefur þessu verið heldur illa tekið meðal sumra repúblikana, flokksbræðra forsetans.