SAMNINGUR milli ÞSSÍ, Háskóla Íslands og læknadeildar Háskóla Íslands hefur verið undirritaður um að tveir læknanemar á þriðja ári fari til Malaví næsta vor að vinna rannsóknarverkefni í tengslum við nám sitt.

SAMNINGUR milli ÞSSÍ, Háskóla Íslands og læknadeildar Háskóla Íslands hefur verið undirritaður um að tveir læknanemar á þriðja ári fari til Malaví næsta vor að vinna rannsóknarverkefni í tengslum við nám sitt. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem ÞSSÍ styrkir íslenska nema við læknisfræðideild Háskóla Íslands til rannsókna við sjúkrahúsið í Monkey Bay í Malaví. Í lok síðasta árs var undirritaður sambærilegur samningur milli stofnananna tveggja um að senda ljósmóðurnema til rannsókna við sjúkrahúsið og er hún þegar farin utan.

ÞSSÍ hefur starfað að uppbyggingu heilsugæslu í samvinnu við malavísk stjórnvöld á rúmlega 100 þúsund manna landsvæði í Malaví síðan 1999 og hafa rannsóknir þeirra nema sem ÞSSÍ hafa styrkt komið að góðum notum fyrir sjúkrahúsið og skilvirkni starfsemi þess, segir í fréttatilkynningu.