Búist er við að fyrir árslok 2006 verði stöðvarnar orðnar 25 um alla Danmörku.
Búist er við að fyrir árslok 2006 verði stöðvarnar orðnar 25 um alla Danmörku. — Morgunblaðið/Golli
Líkamsræktarstöð sem aðeins er ætluð börnum og unglingum á aldrinum 8-16 ára var nýlega opnuð í Viborg í Danmörku og búist er við að fyrir árslok verði stöðvarnar orðnar 25 í Danmörku, að því er greint er frá á fréttavef Berlingske Tidende.

Líkamsræktarstöð sem aðeins er ætluð börnum og unglingum á aldrinum 8-16 ára var nýlega opnuð í Viborg í Danmörku og búist er við að fyrir árslok verði stöðvarnar orðnar 25 í Danmörku, að því er greint er frá á fréttavef Berlingske Tidende.

Íþróttafræðingurinn Morten Zacho er einn af þeim sem standa að stofnun stöðvanna sem heita SHOKK og hann telur að slíkar stöðvar geti hentað vel fyrir þau börn sem ekki hreyfa sig að öðru leyti og jafnvel eru orðin of þung.

Þar keppi þau aðeins við sjálf sig en ekki önnur börn.

Aðstandendur SHOKK telja að markaður sé fyrir allt að fimmtíu svona stöðvar í Danmörku.