HIN árlega BANFF kvikmyndahátíð Íslenska alpaklúbbsins hefst í Smárabíói í kvöld, mánudaginn 3. apríl, kl. 20.
HIN árlega BANFF kvikmyndahátíð Íslenska alpaklúbbsins hefst í Smárabíói í kvöld, mánudaginn 3. apríl, kl. 20. Á hátíðinni gefur að líta myndir um fjallamennsku í Himalaya og Ölpunum, fjallahjólreiðar í Bandaríkjunum, kajakróður í Skotlandi, klettaklifur og fleira. Sýndar verða alls 12 myndir, þar af fimm í kvöld og sjö annað kvöld, þriðjudagskvöld. Myndirnar eru stuttar sem langar, rólegar sem æsispennandi og allt þar á milli. Að þessu sinni er í aðalhlutverkum fólk af báðum kynjum, ungir jafnt sem aldnir. Alþjóðlega BANFF kvikmyndahátíðin sækir nafn sitt til samnefnds þjóðgarðs í Kanada og eru ár hvert sýndar kvikmyndir sem valdar úr þúsundum innsendra mynda. Allir eru velkomnir bæði sýningarkvöldin. Aðgangseyrir er 950 kr. en 700 fyrir félagsmenn í ÍSALP.