FALLEGIR vegfarendur eru líklegastir til að trufla ökumenn við aksturinn og verða til þess að þeir lendi í bílslysum, ef marka má könnun í Bretlandi.

FALLEGIR vegfarendur eru líklegastir til að trufla ökumenn við aksturinn og verða til þess að þeir lendi í bílslysum, ef marka má könnun í Bretlandi.

Að sögn breska dagblaðsins The Daily Telegraph sögðu 36% ökumanna, sem tóku þátt í könnuninni, að kynþokkafullir vegfarendur væru líklegastir til að trufla þá við aksturinn. Aðeins 20% nefndu farsímann, 11% bílinn fyrir framan og 2% sögðu að vegamerki hefðu truflað þá.

Könnunin fór fram á vefsetri breskra bílasala.