Í bústaðnum er forstofa með flísum og fatahengi, þrjú herbergi með spónaparketi, baðherbergi með sturtu og flísum á gólfi, stofa með spónaparketi og eldhús með fallegri ljósri innréttingu.
Í bústaðnum er rafmagn og hitaveita og stór verönd með heitum potti og góðum skjólveggjum. Ágætur geymsluskúr fylgir.
Landið er 6.210 fermetra leigulóð. Afhending er 1. maí 2006. Opið hús verður laugardaginn 8. apríl milli kl. 14 og 16. Ekið er upp frá þjónustumiðstöð og fyrst fylgt merkingu að bústöðum Actavis og síðan merki Ljósmæðrafélagsins, þar til komið er að Guðjónsgötu 11.
Ásett verð er 12,9 millj. kr.