RUUD van Nistelrooy skoraði á laugardaginn sitt 150. mark fyrir Manchester United þegar hann tryggði sínum mönnum sigurinn gegn Boltin.

RUUD van Nistelrooy skoraði á laugardaginn sitt 150. mark fyrir Manchester United þegar hann tryggði sínum mönnum sigurinn gegn Boltin. Mörkin 150 hefur Hollendingurinn skorað í 214 leikjum en í sjötta leiknum af síðustu sjö þurfti Nistelrooy að sætta sig við að hefja leikinn á varamannabekknum. Louis Saha hefur leyst Nistelrooy af hólmi og Frakkinn hefur svo sannarlega staðið fyrir sínu en hann skoraði fyrra mark liðsins á móti Bolton og það var hans sjöunda í síðustu níu leikjum með liðinu. Saha hrósaði Nistelrooy eftir leikinn gegn Bolton.

,,Hann er magnaður framherji og er alltaf réttur maður á réttum stað. Hann er svo fylginn sér og áræðinn sem gerir hann að einum besta framherja í heimi. Hann er markaskorari að guðs náð og ég sé engan á Englandi komast í tæri við hann á þessu sviði," sagði Saha.