GUÐMUNDUR Ingvarsson var endurkjörinn formaður HSÍ á ársþingi sambandsins um helgina. Keppni á Íslandsmóti karla verður breytt á næstu leiktíð. Átta lið skipa úrvalsdeild og önnur lið keppa í 1. deildinni.
GUÐMUNDUR Ingvarsson var endurkjörinn formaður HSÍ á ársþingi sambandsins um helgina. Keppni á Íslandsmóti karla verður breytt á næstu leiktíð. Átta lið skipa úrvalsdeild og önnur lið keppa í 1. deildinni. Leiknar verða þrjár umferðir og falla tvö neðstu liðin úr úrvalsdeildinni og tvö efstu í 1. deild taka sæti þeirra. Bikarkeppnin verður óbreytt en tillaga um að færa 8-liða úrslit aftur fyrir Íslandsmótið var felld. Deildabikarkeppnin verður hins vegar spiluð að Íslandsmóti loknu eins og gert verður í ár. Sigurvegarinn fær keppnisrétt í Áskorendakeppni Evrópu. Opnað verður fyrir félagaskipti frá 7. janúar til 1. febrúar og félagaskiptaglugginn opnast svo aftur um leið og tímabilinu lýkur og er opinn til 1.nóvember.