7. apríl 2006 | Tónlist | 301 orð | 1 mynd

Tónlist | Requiem flutt í Varsjá

Til minningar um Szymon Kuran

Requiem eftir Szymon Kuran verður leikið í Varsjá í næstu viku til minningar um hann.
Requiem eftir Szymon Kuran verður leikið í Varsjá í næstu viku til minningar um hann. — Morgunblaðið/Ásdís
Eftir Ingveldi Geirsdóttur i ngveldur@mbl.is HINN 12. apríl verða haldnir tónleikar í Varsjá þar sem flutt verður verkið Requiem eftir Szymon Kuran í minningu hans.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur i ngveldur@mbl.is
HINN 12. apríl verða haldnir tónleikar í Varsjá þar sem flutt verður verkið Requiem eftir Szymon Kuran í minningu hans.

Eins og flestir vita var Szymon Kuran, sem lést á seinasta ári, pólskur en bjó hér á landi í rúm tuttugu ár. Hann var annar konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands í langan tíma ásamt því að leggja mikið fram til íslensks tónlistarlífs.

"Söngstjóri okkar Andrzej Borzym var vinur Szymon Kuran fyrir þrjátíu árum þegar þeir voru saman í skóla í Varsjá. Árið 2001 hefur Szymon samband við Andrzej, en þá höfðu þeir ekki sést í 25 ár, og býður honum til Íslands til að stjórna frumflutningi á Requiem í Kristkirkju. Þeir voru svo ánægðir með að endurheimta vinskapinn að þeir ákváðu að flytja verkið aftur saman í Varsjá, það gerðist aldrei. Þegar Szymon Kuran lést á seinasta ári ákváðum við að halda þessa tónleika til minningar um hann og nefna þá; Requiem - Minningartónleikar," segir Piotr Bocian sem sér um skipulagningu tónleikanna í Varsjá.

Ásamt Requiem verður flutt verkið Lamentationes leremiae prophetae eftir Jacobus Gallus sem er samið við texta úr testamentinu. "Tónleikarnir tengjast páskunum, þessum heilaga tíma og fara fram í einni stærstu kirkjunni í Varsjá, Allra heilagra kirkju, sem er líka mjög vinsæll tónleikastaður og hefur langa hefð fyrir páskatónleikum."

Andrzej Borzym er stjórnandi Collegium Musicum-kórsins við Háskólann í Varsjá sem mun gegna stærsta hlutverkinu á tónleikunum. "Ásamt kórnum syngur drengjakór og undir spilar strengjahljómsveit samsett af ungu fólki. Barbara Skoczynska og Krzystof Jedlewski, sem eru meðal fremstu slagverksleikara Póllands, leika líka undir."

Piotr Bocian segir Szymon Kuran ekki almennt þekktan í Póllandi. "Ég held að þetta sé í fyrsta skipti í um 25 ár sem hans tónlist er spiluð í Póllandi," segir hann og bætir við að það hafi margir sýnt þessum tónleikum mikinn áhuga.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.