Ánægður sigur-vegari.
Ánægður sigur-vegari. — Reuters
Vinstra-banda-lag Romanos Prodis, fyrr-verandi forsætis-ráðherra, vann mjög nauman sigur í báðum þing-deildum, fulltrúa-deildinni og öldunga-deildinni í þing-kosn-ingunum á Ítalíu.
Vinstra-banda-lag Romanos Prodis, fyrr-verandi forsætis-ráðherra, vann mjög nauman sigur í báðum þing-deildum, fulltrúa-deildinni og öldunga-deildinni í þing-kosn-ingunum á Ítalíu. Hægra-banda-lag Silvios Berlusconis, nú-verandi forsætis-ráðherra, neitaði að viður-kenna ó-sigur.

Loka-tölur sýndu að Prodi hefði fengið 49,8% at-kvæða í kosningum en Berlusconi 49,7%. Prodi lýsti yfir sigri á þriðju-dags-morgun og sagðist ætla að mynda sterka ríkis-stjórn þrátt fyrir lítinn mun á banda-lögunum.

Berlusconi krafðist þess að at-kvæðin yrðu talin aftur og vildi fá skýr-ingu á því að alls voru um 500.000 at-kvæði dæmd ógild. En allt bendir til að Prodi hafi unnið með aðeins um 25.000 at-kvæða mun.

Prodi sagðist ekki hafa á-hyggjur af þessum kröfum þótt hann viður-kenndi að munurinn væri lítill.

Berlusconi hefur sagt að ef endur-talning leiddi í ljós að hvorugt banda-laganna hefði fengið meiri-hluta í báðum þing-deildum kæmi til greina að þau mynduðu þjóð-stjórn með því að sam-eina krafta flokkanna og stjórna í sam-einingu. Prodi hafnaði þessum mögu-leika.