— Reuters
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Söngvarinn sérvitri, Sir Elton John , hefur opnað fataverslun í Rockefeller Centrum á Manhattaneyju í New York sem verður opin í skamman tíma til að styrkja góðgerðarstofnunina Elton Johns AIDS Foundation .
Söngvarinn sérvitri, Sir Elton John , hefur opnað fataverslun í Rockefeller Centrum á Manhattaneyju í New York sem verður opin í skamman tíma til að styrkja góðgerðarstofnunina Elton Johns AIDS Foundation . Verslunin heitir Fataskápur Eltons og þar fást föt og ýmsir skrautlegir búningar sem hann hefur klæðst.

Að sögn er lagerinn stór og búningarnir sem selja á munu vera í þúsunda tali og verðið er frá rúmum þúsund krónum fyrir stuttermabol en meira er sett á föt eins og doppóttu jakkafötin sem Elton John var í á sviðinu með Eminen við afhendingu Grammy -verðlaunanna 2001.

Mikið af fatnaðinum eru merkjavörur frá hönnuðum á borð við Versace , Prada , Gucci og Louis Vuitton .

Barnaverndarnefnd og lögreglan í Malibu heimsóttu Britney Spears vegna þess að sonur hennar datt úr barnastól og marðist á höfðinu. Hinn sex mánaða Sean Preston datt í gólfið 1. apríl er barnfóstran var að lyfta honum úr stólnum, stóllinn brast og barnið rann úr höndum barnfóstrunnar.

Sean Preston gekkst undir læknisskoðun á heimili þeirra og foreldrar hans fóru einnig með hann á slysavarðstofuna sex dögum síðar. Spítalinn skrifaði barnaverndarnefnd skýrslu um málið eins og lög gera ráð fyrir.

Lögreglan fór með í heimsókn barnaverndarnefndarinnar, en það mun vera venju samkvæmt í tilfellum sem þessum. Barnaverndarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að ekki þyrfti að gera skýrslu um málið og að Sean Preston væri ekki í hættu staddur á heimili sínu.