Þær stöllurnar Hjördís, Hildur og Jakobína eru ekki aldeilis að ganga í fyrsta sinn svo sem sjá má á barmmerkjum þeirra.
Þær stöllurnar Hjördís, Hildur og Jakobína eru ekki aldeilis að ganga í fyrsta sinn svo sem sjá má á barmmerkjum þeirra. — Morgunblaðið/BFH
Mývatnssveit | Píslarganga í minningu þjáningar Krists var gengin umhverfis Mývatn í þrettánda sinn í mikilli veðurblíðu föstudaginn langa. Gangan hófst kl.
Mývatnssveit | Píslarganga í minningu þjáningar Krists var gengin umhverfis Mývatn í þrettánda sinn í mikilli veðurblíðu föstudaginn langa. Gangan hófst kl. 9 að morgni við Hótel Reynihlíð, þar sem saman voru komnir um 120 manns, en viðlíka fjöldi bættist síðan við og gekk einhvern hluta hringsins sem í heild sinni var um þrjátíu og sex kílómetrar.

Allmargir hafa gert gönguna að lífsstíl og ganga hana ár eftir ár, jafnvel mátti þar sjá menn sem gengið hafa frá upphafi. Að sögn viðstaddra var frábært veður allan tímann sem gerði upplifunina alla enn sérstakari. Þegar komið var að Skútustöðum var staldrað við og fengu margir sér hressingu í Selinu, en aðrir gengu til kirkju og hlýddu á séra Örnólf J. Ólafsson lesa Passíusálmana, en hann las þá alla að þessu sinni í kirkjunni.