— Morgunblaðið/Jim Smart
FJÖLKVENNI og fámenni var í kvennamessu í Laugardalnum í gærkvöldi en þetta var jafnframt í tólfta sinn sem slík messa er haldin að kvöldi kvenréttindadagsins, 19. júní.

FJÖLKVENNI og fámenni var í kvennamessu í Laugardalnum í gærkvöldi en þetta var jafnframt í tólfta sinn sem slík messa er haldin að kvöldi kvenréttindadagsins, 19. júní.

Að venju var messað við gömlu þvottalaugarnar og þrátt fyrir vætu í jörð var milt veður og ekki væsti um messugesti. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir ræddi stöðu kvenna í predikun sinni og sagði kvenfrelsishreyfinguna frá guði komna. "Jesú stofnaði hana og Lúther efldi hana," sagði Auður Eir og vísaði til þess að lútherskar konur báru út fagnaðarerindið á sínum tíma.

Auður Eir fagnaði samstöðunni sem náðist í kringum kvennafrídaginn 24. október sl. og því hve margar konur væru komnar í hærri stöður í samfélaginu. Um leið hvatti hún konur til að álasa ekki konum sem eru við völd fyrir að ná ekki því fram í jafnréttismálum sem vonir stóðu kannski til. Þær ættu nóg með að komast áfram í karlaheiminum. Þess vegna ætti fólk frekar að biðja fyrir þeim en álasa. | 11