Kristín Jónsdóttir fæddist á Siglufirði 1947 og ólst upp í Reykjavík. Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1973 og stúdentsprófi frá sama skóla 1974, BA-prófi í íslensku og sagnfræði 1979, B.

Kristín Jónsdóttir fæddist á Siglufirði 1947 og ólst upp í Reykjavík. Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1973 og stúdentsprófi frá sama skóla 1974, BA-prófi í íslensku og sagnfræði 1979, B.Ed-gráðu frá KHÍ 1982, framhaldsnámi í tölvunarfræðum frá Háskólanum í Kent 1987 og MA-gráðu í sagnfræði frá HÍ 2004. Kristín tók árið 1988 við starfi námsstjóra í tölvunarfræðum hjá menntamálaráðuneytinu, hefur verið skrifstofustjóri þar frá 1990 til dagsins í dag utan þess sem hún var forstöðumaður rekstrarsviðs HR 2000 til 2001. Kristín á tvö börn með Jóni Grétari Óskarssyni, f. 1947, d. 1985.

Kristín Jónsdóttir fæddist á Siglufirði 1947 og ólst upp í Reykjavík. Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1973 og stúdentsprófi frá sama skóla 1974, BA-prófi í íslensku og sagnfræði 1979, B.Ed-gráðu frá KHÍ 1982, framhaldsnámi í tölvunarfræðum frá Háskólanum í Kent 1987 og MA-gráðu í sagnfræði frá HÍ 2004. Kristín tók árið 1988 við starfi námsstjóra í tölvunarfræðum hjá menntamálaráðuneytinu, hefur verið skrifstofustjóri þar frá 1990 til dagsins í dag utan þess sem hún var forstöðumaður rekstrarsviðs HR 2000 til 2001. Kristín á tvö börn með Jóni Grétari Óskarssyni, f. 1947, d. 1985.

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands býður til hádegisfyrirlestrar á fimmtudag. Þá mun Kristín Jónsdóttir sagnfræðingur flytja erindið "Hlustaðu á þína innri rödd" - Kvennaframboð og Kvennalisti í Reykjavík.

Fyrirlesturinn er haldinn í Norræna húsinu og hefst kl. 12.15.

"Ég mun fjalla um aðdragandann að stofnun Kvennaframboðs og Kvennalista, taka fyrir helstu stefnumál þeirra, og segja frá hugmyndafræðinni sem lá að baki," útskýrir Kristín, en hún skrifaði meistararitgerð sína í sagnfræði um efni fyrirlestrarins.

"Ekki voru allar kvennaframboðskonur sáttar við að bjóða fram til þings og þótti heillavænna að einbeita sér eingöngu að borgarstjórnarmálum. Öðrum fannst full ástæða til að storka karlavíginu á Alþingi, og segi ég frá þeim deilum sem af þessu sköpuðust," segir Kristín. "Rauðsokkahreyfingin byggði hugmyndafræði sína á marxískum femínisma og var það innan hennar sem hugmyndin að kvennaframboði kviknaði upphaflega. En þessar sömu konur tóku hugmyndafræðilega u-beygju. Kvennaframboð byggir hugmyndafræði sína á menningarfemínisma, sem var sá grundvöllur sem allt starf Kvennaframboðs og Kvennalista byggðist á."

Ekki hvað síst mun Kristín segja frá þeim árangri sem náðist með framboðum kvenna og hvernig á því stóð að sérframboð kvenna urðu jafnlanglíf og raunin varð: "Enginn flokkur hefur lifað jafnlengi við hlið fjórflokkanna og Kvennalisti og Kvennaframboð, sá fyrrnefndi var í 16 ár á þingi og sá síðarnefndi í 12 ár í borgarstjórn, eða þar til R-listinn er stofnaður í Reykjavík. Ekki er nóg með það heldur tvöfaldar Kvennalistinn fylgi sitt á þingi í kosningunum 1987."

Áður en sérframboð kvenna komu til var hlutfall kvenna á Alþingi 5% og í sveitarstjórnum 6% á landsvísu. "Segja má að konur hafi ekki haft aðgang að hljóðnemum; raddir þeirra heyrðust ekki í fjölmiðlum né annars staðar þar sem völdin lágu. Einnig voru konur byrjaðar að streyma út á vinnumarkaðinn án þess að samfélagið væri í stakk búið til þess að taka á móti þeim enda voru sárafá dagheimilis- eða leikskólapláss og skóladagurinn sundurslitinn hjá fjölda barna. Þetta var meðal þeirra atriða sem helst hvöttu konur til að efna til sérframboðs," segir Kristín og bætir við að einnig hafi vinstrimeirihlutinn í Reykjavík á árunum 1978-1982 haft áhrif á að kvennaframboðin urðu að veruleika.

Fyrirlestraröð Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands er öllum opin og aðgangur ókeypis. Finna má nánari upplýsingar um dagskrá fyrirlestraraðarinnar á heimasíðu rannsóknastofunnar á slóðinni http://rikk.hi.is.