[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Garðabær Garðatorg er með í sölu mjög gott einbýli, samtals 219 fm, á einni hæð, á besta stað við lækinn og hraunjaðarinn í Garðabænum. Íbúðin er 179 fm og bílskúrinn 40 fm og stendur húsið á glæsilegri 1.144 fm lóð.

Garðabær Garðatorg er með í sölu mjög gott einbýli, samtals 219 fm, á einni hæð, á besta stað við lækinn og hraunjaðarinn í Garðabænum. Íbúðin er 179 fm og bílskúrinn 40 fm og stendur húsið á glæsilegri 1.144 fm lóð. Húsið skiptist í bílskúr, anddyri, þvottahús, opið miðjurými og opið rými (gæti verið forstofuherbergi), góðar stofur, eldhús, baðherbergi og fjögur svefnherbergi.

Tveir inngangar eru í húsið að framanverðu. Gott anddyri og svo annar inngangur, mikið skápapláss, þvottahús inn af. Komið inn í opið miðjurými. Vinstra megin er opið herbergi sem gæti verið gott forstofuherbergi. Hægra megin er rúmgott eldhús með ágætri innréttingu, rúmgóðar og bjartar stofur en í stofugluggunum er margbreytilegt og glæsilegt málverk (útsýni). Í stofu er arinn. Suður af miðjurými er gott opið herbergi/sjónvarpshol og þaðan er hurð út á fallega og stóra suðurverönd. Vinstra megin við miðjurými er svo svefnherbergjaálman með þremur litlum barnaherbergjum, góðu hjónaherbergi og rúmgóðu og fallegu flísalögðu baðherbergi með baðkari og sturtu. Gólfefni eru parket, marmari og flísar.

Um er að ræða gott hús sem hefur fengið gott viðhald og verið nokkuð endurbætt. Nýtt þak var t.d. sett á húsið fyrir um 10 árum, hitalagnir eru nýlegar og gler sunnan megin. Bílskúr er góður, bjartur og snyrtilegur, hiti og tengt fyrir bæði heitu og köldu vatni.

Þá er lóð mjög falleg, vel hirt og auðveld. Vestan við húsið er t.d. sérlega fallegt gullregn sem blómstrar. Sunnan við húsið eru timburpallar og skjólgirðing en í suður er lóðin mikil og á lóðarmörkum tekur lækurinn og hraunið við. Ásett verð er 75 milljónir króna.