[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Goran Gusic , Akureyri, og Valdimar Þórsson, HK, eru nú markahæstir í úrvalsdeildinni í handknattleik með 65 mörk skoruð. Gusic hefur skorað 42 mörk úr vítaköstum, Valdimar 26.
Goran Gusic , Akureyri, og Valdimar Þórsson, HK, eru nú markahæstir í úrvalsdeildinni í handknattleik með 65 mörk skoruð. Gusic hefur skorað 42 mörk úr vítaköstum, Valdimar 26.

Framarinn Jóhann Gunnar Einarsson kemur næstur á blaði með 63/31 mörk og Markús Máni Mikaelsson, Val, hefur skorað 60/17 mörk. Síðan koma ÍR-ingarnir Davíð Georgsson með 58/33 mörk og Björgvin Þór Hólmgeirsson með 56/4 mörk. Eymar Krüger, Fylki, hefur skorað 51 mark.

Guðmundur Petersen, Haukum, hefur skorað 46/28 mörk, þá kemur félagi hans Árni Þór Sigtryggsson með 43 mörk, síðan Vladimir Duric, Fylki, með 41/3 mark og Andri Stefan, Haukum, 40 mörk. Tite Kalandaze, Stjörnunni, hefur skorað 39/9 mörk, Fannar Friðgeirsson, Val, 37 mörk. Andri Snær Stefánsson, Akureyri, hefur skorað 31 mark og félagi hans Magnús Stefánsson og Andri Berg Haraldsson, Fram, 30 mörk.

Sekkjapípuleikari frá Skotlandi , Damien Frame , sló sannarlega tóninn áður en leikur Vals og Fylkis hófst í Laugardalshöll á laugardaginn. Hann var í boði Vals og lék meðan annars einkennislag Vals fyrir leikinn við góðan fögnuð áhorfenda. Þar með sýndu Valsmenn að þeir leggja sitt af mörkum til að gleðja áhorfendur því samba-trommutaktur stuðningsmanna Vals setur óneitanlega alltaf skemmtilegan blæ á leiki Vals.

Dómararnir á leik Vals og Fylkis, Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, voru litríkir. Þeir mættu í svörtum búningum en þar sem Fylkir lék í varabúningum sínum einmitt í þeim lit brugðu dómararnir sér í græn vesti. Í hálfleik voru þeir búnir að finna gráar treyjur.

Það verður örugglega fjör í Eyjum annað kvöld þegar ÍBV tekur á móti bikarmeisturum Stjörnunnar í 8 liða úrslitum bikarkeppni karla. Með Stjörnunni leika tveir fyrrverandi leikmenn ÍBV, þeir Tite Kalandaze og Roland Valur Eradze. Tveir bikarleikir verða síðan á miðvikudagskvöldið. Þá taka Akureyringar á móti Íslandsmeisturum Fram og ÍR-ingar heimsækja Ásvelli, þar sem þeir leika á móti Haukum U.

Það verður síðan ekki fyrr en 13. desember sem stóra Hafnarfjarðarorrustan verður - leikur FH - Hauka í Kaplakrika.