Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður hefur um skeið barizt fyrir því að vita hver faðir hans var. Fyrir liggur með óyggjandi hætti, að sá sem talinn hefur verið faðir hans er það ekki.

Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður hefur um skeið barizt fyrir því að vita hver faðir hans var. Fyrir liggur með óyggjandi hætti, að sá sem talinn hefur verið faðir hans er það ekki.

Mál þetta hefur verið að þvælast á milli Héraðsdóms Reykjavíkur og Hæstaréttar Íslands. Í þessu tilviki er það æðsti dómstóll landsins, sem ítrekað hefur komið í veg fyrir að þessi einstaklingur fái notið hinna sjálfsögðu mannréttinda. Jafnt löglærðir sem leikmenn sjá, að röksemdafærsla Hæstaréttar stenzt ekki.

Í Morgunblaðinu í gær var fjallað ítarlega um málið. Hin almenna afstaða Morgunblaðsins er sú, að mál af þessu tagi eigi heima hjá dómstólum en ekki í fjölmiðlum. En málsmeðferð Hæstaréttar hefur verið með þeim hætti, að það er ekki hægt annað en fjalla um þetta mál opinberlega, þótt það sé sársaukafullt fyrir þá, sem hlut eiga að máli.

Nútímatækni er slík, að það er hægt að ganga úr skugga um það á ótrúlega skömmum tíma, hvort faðir Lúðvíks Gizurarsonar er sá, sem hann og fjölskylda hans telja.

Af hverju má þetta sjálfsagða réttlætismál og þessi sjálfsögðu mannréttindi ekki ná fram að ganga?