35 milljónir Fasteignamiðstöðin er með húsið Junkaragerði í sölu, það er 166,2 fermetrar að stærð.
35 milljónir Fasteignamiðstöðin er með húsið Junkaragerði í sölu, það er 166,2 fermetrar að stærð.
Reykjanesbær Fasteignamiðstöðin er með í sölu um þessar mundir einbýlishúsið Junkaragerði (landnúmer 186253) í Reykjanesbæ. Húsið er 166,2 m² timburhús , hæð og ris á steyptum kjallara, byggt árið 1930 en hefur allt verið meira og minna endurbyggt.
Reykjanesbær Fasteignamiðstöðin er með í sölu um þessar mundir einbýlishúsið Junkaragerði (landnúmer 186253) í Reykjanesbæ. Húsið er 166,2 m² timburhús , hæð og ris á steyptum kjallara, byggt árið 1930 en hefur allt verið meira og minna endurbyggt. Nú er unnið við að skipta um ytra byrði hússins, þ.e.a.s rifið niður í grind, klætt með krossvið, einangrað með 1" pressaðri steinull og klætt upp á nýtt með bandsagaðri standandi klæðningu, einnig skipt um glugga og þeim breytt í upprunalegt útlit. Lokið verður við þessa endurnýjun áður en húsið verður afhent nýjum eigendum. Nánari lýsing á húsinu: Á fyrstu hæð er komið inn í forstofu með gestasalerni, þaðan gengið inn í stóra stofu, borðstofu og samliggjandi eldhús. Upp í risið er stigi úr forstofu, þar er gangur, þrjú svefnherbergi og stórt baðherbergi. Kjallari er undir öllu húsinu, nýttur fyrir þvottahús, geymslur og vinnuaðstöðu. Húsið hefur verið endurbyggt á mjög smekklegan og vandaðan hátt og stendur á mjög sérstökum stað við sjóinn, á 2400 fm leigulóð, skammt sunnan við Hafnir á Reykjanesi. Ásett verð er 35 milljónir.