Hermann
Hermann
HERMANN Hreiðarsson lék allan leikinn með Charlton sem tapaði fyrir Sheffield United í botnslag, 2:1, á laugardaginn og er illa statt í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

HERMANN Hreiðarsson lék allan leikinn með Charlton sem tapaði fyrir Sheffield United í botnslag, 2:1, á laugardaginn og er illa statt í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Charlton var þó yfir lengi vel með marki frá Andy Reid en Keith Gillespie skoraði sigurmark Sheffield United tveimur mínútum fyrir leikslok. Neil Warnock knattspyrnustjóri Sheffield United hafði ríka ástæðu til að fagna en um helgina hélt hann upp á 58 ára afmælið sitt og sjö ár í starfi hjá félaginu.

*Heiðar Helguson fékk loks tækifæri í byrjunarliði Fulham eftir sjö leiki í röð á varamannabekknum. Fulham sótti Blackburn heim og tapaði, 2:0, þar sem Shabani Nonda og Benni McCarthy skoruðu snemma leiks fyrir heimaliðið. Heiðar fór af velli á 69. mínútu og hafði þá átt eitt ágætt marktækifæri og fengið að líta gula spjaldið fyrir brot.