Þriðja sinn Kaupþing banki hefur hlotið viðurkenningu fjármálatímaritsins The Banker þrjú ár í röð og verið kjörinn besti banki á Íslandi.
Þriðja sinn Kaupþing banki hefur hlotið viðurkenningu fjármálatímaritsins The Banker þrjú ár í röð og verið kjörinn besti banki á Íslandi. — Morgunblaðið/Sverrir
KAUPÞING banki hefur verið kjörinn besti banki á Íslandi af alþjóðlega fjármálatímaritinu The Banker. Þetta kemur fram í desemberútgáfu blaðsins sem kom út í gær.

KAUPÞING banki hefur verið kjörinn besti banki á Íslandi af alþjóðlega fjármálatímaritinu The Banker. Þetta kemur fram í desemberútgáfu blaðsins sem kom út í gær. The Banker verðlaunar á ári hverju þá banka sem þykja skara fram úr í heimalandi sínu á flestum sviðum, bæði hvað varðar rekstur og afkomu en einnig hvað snertir stefnumörkun og árangur almennt, að því er segir á vef KB banka.

Þetta er þriðja árið í röð sem Kaupþing banki hlýtur þessa viðurkenningu. Ármann Þorvaldsson forstjóri Kaupþings Singer & Friedlander tók við verðlaununum fyrir hönd bankans á fimmtudagskvöldið í sérstöku hófi í Lundúnum.