Í Keiluhöllinni Halldór J. Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, ásamt Sverri Jónassyni, framkvæmdastjóra heildsölusviðs.
Í Keiluhöllinni Halldór J. Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, ásamt Sverri Jónassyni, framkvæmdastjóra heildsölusviðs. — Morgunblaðið/Ómar
Í TILEFNI þess að Opin kerfi Heildsala hefur náð samningum við Microsoft um dreifingu hugbúnaðar til endursöluaðila, líkt og fram kom í síðasta Viðskiptablaði Morgunblaðsins, var efnt til móttöku í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð fyrir helgina.

Í TILEFNI þess að Opin kerfi Heildsala hefur náð samningum við Microsoft um dreifingu hugbúnaðar til endursöluaðila, líkt og fram kom í síðasta Viðskiptablaði Morgunblaðsins, var efnt til móttöku í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð fyrir helgina.

Þar var samkomulagið kynnt formlega nýjum og núverandi endursöluaðilum. Einnig var brugðið á leik og tekin létt keilukeppni og skemmtu gestir sér vel.

Opin Kerfi Heildsala eru eini fullgildi innlendi dreifingaraðili fyrir Microsoft-hugbúnað.

"Það er mikill kostur að loksins sé kominn innlendur dreifingaraðili fyrir Microsoft-hugbúnað og við væntum að með tilkomu Opinna Kerfa Heildsölu verði öll þjónusta við innlenda endursöluaðila bætt til muna auk þess sem mun auðveldara verður að sækja hana en áður," segir Halldór J. Jörgensson, framkvæmdastóri Microsoft Íslandi, í tilkynningu frá félaginu.