Ráðgjafi Svala Rún verður senn ráðgjafi menntuð frá viðurkenndum Feng shui skóla í Bretlandi.
Ráðgjafi Svala Rún verður senn ráðgjafi menntuð frá viðurkenndum Feng shui skóla í Bretlandi.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Okkur langar öll til að líða vel. Að sögn Svölu Rúnar Sigurðardóttur ganga kínversku fræðin feng shui út á að bæta lífsgæði með ákveðnum breytingum - hverjar eru þær breytingar?

Feng shui eru forn kínversk fræði sem ganga út á það að bæta lífsgæði með ákveðnum "leiðréttingum" (breyta orku) á umhverfi fólks," segir Svala Rún Sigurðardóttir sem um áramót mun að fá réttindi til að vera ráðgjafi í feng shui sem er viðurkennt nám af Feng Shui Society í Bretlandi.

Það er í fyrsta lagi hægt að aðstoða fólk að finna réttu eignina/hús/íbúð sem hentar því best. T.d. ef fólk er að skoða nokkrar eignir þá er hægt með einfaldri úttekt á húsnæðinu sjá hvað hentar viðkomandi fólki.

Þá er hægt að koma með ráðleggingar hvernig best er að laga hús/íbúðir sem ekki seljast eða seljast illa.

Netfang mitt er svalarun@msn.com."

Vandalíðan skapar vandamál

"Ef fólk eru að byggja eða hanna hús þá er hægt að aðstoða arkitekt/hönnuði við að ákveða hvar hvert rými þarf að vera staðsett til að skapa jákvæða afstöðu í húsinu.

Ef fólk líður ekki vel í húsi/íbúð eða langvarandi vandamál eru til staðar í fjölskyldunni. Hér er hægt að greina ýmsa þætti sem geta haft áhrif á heilsu, samskipti eða fjármál í fjölskyldunni. Þessi liður eru mjög flókin feng shui greining.

Loks skoða ég rafsegulbylgjur í húsum, en það getur verið mjög gagnlegt þar sem fólk hefur verið slæmt til heilsunnar.

Við þekkjum það öll að þegar við höfum framkvæmt breytingar heima hjá okkur, annaðhvort málað eða sett ný gólfefni, þá breytist líðan eða orkan á heimilinu. "Leiðréttingarnar á nánasta umhverfi einstaklinga eða fjölskyldu eru gerðar til að gera umhverfið hagstæðara fyrir viðkomandi og að opna fyrir möguleg tækifæri í lífi viðkomandi aðila. Í "rétta umhverfinu finnur fólk hvernig því almennt líður vel og lífið gengur almennt vel fyrir sig án stórvandræða."

Undir einstaklingnum komið hvernig hann nýtir tækifæri

Það er ávallt undir einstaklingnum komið hvernig hann nýtir þau tækifæri sem birtast í lífi hans hverju sinni. Ef einstaklingur liggur fyrir framan sjónvarpið allan daginn, neikvæður og kvartar stöðugt yfir því að það gerist aldrei neitt gott í hans lífi, þá er ekki víst að "leiðrétting" í hans umhverfi hjálpi honum. Slík persóna gæti ekki komið auga á tækifærin þó þau myndu banka upp á dyrnar. Hins vegar hjá fólki almennt er oftast auðvelt að framkvæma "leiðréttingar" í umhverfinu.

Af hverju líður okkur ekki vel í sumum húsum?

Við könnumst öll við það að hafa búið/eða dvalið í húsi/íbúð þar sem okkur líður ekki vel en við vitum ekki af hverju. Jafnvel hjón geta lent í því að þegar flutt er í nýja húsið þá er annar aðilinn mjög ánægður en hinn finnur sig ekki alveg í nýja húsinu. Það leiðir oft til þess að viðkomandi sækist eftir því að vera lítið heima án þess að gera sér grein fyrir hvers vegna. Í slíkum tilvikum er hægt að gera "leiðréttingar" á húsinu til að báðir aðilar séu sáttir og geti liði vel saman í nýja húsinu.

"Leiðréttingar" á húsum/íbúðum geta verið með ýmsum hætti, svo sem að endurskipuleggja húsgögn inni í rými, taka til, fækka hlutum, breyta litum, bæta við plöntum, færa svefnherbergi, laga anddyri og útidyr svo eitthvað sé nefnt. Þessar "leiðréttingar" eru framkvæmdar í framhaldi af nákvæmri greiningu sem notuð eru í feng shui. Þetta geta verið í sumum tilfellum flóknir útreikningar, út frá afstöðu hússins eða íbúðarinnar.

Hvernig hjálpa "leiðréttingar" með feng shui fólki til að selja eignir sínar sem hafa verið lengi á sölu eða seljast ekki?

Það eru ýmsar leiðir sem hægt er að fara án þess að kosta miklu til í "leiðréttingum". Hér eru nokkur almenn atriðið sem hægt er að hafa í huga:

Ekki hafa drasl á lóð eða við útidyr. Hafa góða lýsingu við útidyr. Merkja vel húsið og útidyrnar þannig að auðvelt sé að finna húsið. Í anddyri skal fjarlægja skó og aðra hluti af gólfi. Nota frekar skógrind. Hengja upp yfirhafnir í skáp eða hengja snyrtilega á snaga. Einnig er mikilvægt að fækka hlutum inni í húsinu á meðan verið er að selja eignina. Yfirhlaðið hús af hlutum eða húsgögnum getur virkað neikvætt á kaupendur.

Ef kostur er að setja plöntur eða blóm fyrir framan útidyr þá helst vinstra megin.

Að kaupa eign er stór ákvörðun

Ef hús/íbúð eru búin að vera mjög lengi á sölu þá þarf að gera nánari greiningu á "leiðréttingum" fyrir hverja eign fyrir sig.

Hvernig getur forgreining á húsi/íbúð aðstoðað kaupendur við að velja "réttu" eignina? Eitt af því mikilvægasta sem við gerum í okkar lífi er að fjárfesta í fasteign. Þetta eru stórar ákvarðanir, miklir peningar og við ætlumst til að okkur og fjölskyldunni líði vel heima hjá okkur. Þetta er grundvallarkrafa í okkar lífi. En því miður er valið oft erfitt af því að framboðið er mikið og jafnvel lendum við í því að kaupa eign sem okkur líður síðan ekki vel í án þess að vita af hverju.

Mikilvægt að kanna fyrirfram hvort eignin henti

Til þess að forðast að það verði "skekkja" eða með öðrum orðum að okkur líði ekki vel í húsi/íbúð sem við flytjum í þá er mikilvægt að kanna fyrirfram hvort að hús/íbúð henti viðkomandi einstaklingi eða fjölskyldu. Þetta er gert með greiningu þar sem er kannað hversu "rétt eða hversu vel húsið hentar fyrir viðkomandi aðila út frá afstöðu og skipulagi hússins miðað við þessa ákveðnu aðila sem hafa hug á að búa í húsinu. Þannig má segja að eitt ákveðið hús/íbúð getur hentað einum aðila eða fjölskyldu mjög vel en næsta aðila eða fjölskyldu mjög illa.

"Leiðréttingar má framkvæma á eignum, hvort sem um heimili eða fyrirtæki er að ræða. Áhugavert er að framkvæma "leiðréttingar" í fyrirækjum þar sem reksturinn gengur illa. Ennfremur má framkvæma greiningar til að fyrirbyggja "skekkju" í orkunni ef fólk eru að byggja eða hanna hús þá er hægt að aðstoða arkitekt/hönnuði við að ákveða hvar hvert rými þarf að vera staðsett til að skapa jákvæða afstöðu í húsinu fyrir viðkomandi fjölskyldu. Þessar "leiðréttingar" eru mjög gagnlegar þar sem fólki líður ekki vel í húsi/íbúð eða ef það eru langvarandi vandamál til staðar í fjölskyldunni. Með aðstoð feng shui er hægt að greina ýmsa þætti sem geta haft áhrif á heilsu, samskipti eða fjármál í fjölskyldunni en það getur verið mjög flókin feng shui greining."

gudrung@mbl.is