Síðastliðinn laugardag var opnuð ný verslun Rúmfatalagersins í Orleans-borgarhlutanum í Ottawa, höfuðborg Kanada. Steinunn Ármannsdóttir , eiginkona Markúsar Arnar Antonssonar sendiherra, opnaði verslunina formlega kl.
Síðastliðinn laugardag var opnuð ný verslun Rúmfatalagersins í Orleans-borgarhlutanum í Ottawa, höfuðborg Kanada. Steinunn Ármannsdóttir , eiginkona Markúsar Arnar Antonssonar sendiherra, opnaði verslunina formlega kl. 8 að morgni og biðu þá hundruð manna við innganginn. Verslanir Rúmfatalagersins í Kanada eru þar með orðnar 29 og segir í tilkynningu að ráðgert sé að bæta við að minnsta kosti tveimur nýjum verslunum á næsta ári. Starfsemi Rúmfatalagersins hófst í Kanada árið 1996 og er Lúðvík G. Kristjánsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins vestanhafs.