LIVERPOOL og Arsenal, tvö af sigursælustu félögunum í ensku knattspyrnunni, drógust saman í gær þegar dregið var til 3. umferðar bikarkeppninnar. Liðin mætast á Anfield í fyrstu vikunni á nýju ári.

LIVERPOOL og Arsenal, tvö af sigursælustu félögunum í ensku knattspyrnunni, drógust saman í gær þegar dregið var til 3. umferðar bikarkeppninnar. Liðin mætast á Anfield í fyrstu vikunni á nýju ári. Þau áttust við í úrslitaleik keppninnar fyrir fimm árum, vorið 2001, og þá tryggði Michael Owen Liverpool sigurinn með tveimur mörkum, 2:1. Liverpool er núverandi bikarmeistari, vann West Ham í úrslitaleik í vor.

Topplið Manchester United fékk erfitt verkefni, heimaleik gegn Aston Villa, en Englandsmeistarar Chelsea fá hins vegar 3. deildar liðið Macclesfield í heimsókn. Þá verða tveir innbyrðis leikir úrvalsdeildarliða í viðbót því Everton tekur á móti Blackburn og Portsmouth mætir Wigan Athletic.

Íslendingaliðið Reading fær 1. deildar lið Burnley í heimsókn og Heiðar Helguson og félagar í Fulham sækja 1. deildarlið Leicester heim. Charlton, með Hermann Hreiðarsson innanborðs, leikur á útivelli gegn sigurvegurunum úr leik Nottingham Forest, sem er efst í 2. deild, og utandeildaliðsins Salisbury. Sjá bikardráttinn í heild á bls. 10.