Hin ofurhressa Lindsay Lohan hefur að undanförnu sótt fundi hjá AA (Alcoholics Anonymous) samtökunum. "Já hún hefur sótt nokkra fundi og þetta verður hægfara ferli hjá henni," sagði talsmaður hennar, Leslie Sloane, við fjölmiðla.

Hin ofurhressa Lindsay Lohan hefur að undanförnu sótt fundi hjá AA (Alcoholics Anonymous) samtökunum.

"Já hún hefur sótt nokkra fundi og þetta verður hægfara ferli hjá henni," sagði talsmaður hennar, Leslie Sloane, við fjölmiðla. "Að Lohan sæki AA fundi er jákvætt og við skulum vona að fjölmiðlar snúi því ekki upp í eitthvað neikvætt." Sloan bað fjölmiðla að trufla ekki Lohan á AA fundunum eða elta hana þangað. "Kannski allt gangi betur ef fjölmiðlar bakka aðeins frá henni og gefa henni frið," bætti Sloan við.

Fyrr í þessari viku var sagt frá því á blaðsíðu sex í New York Post að Lohan hefði sést á AA fundi í Los Angeles. Móðir Lohan, Dina , var eftir þá frétt spurð af skemmtiþættinum E! hvort dóttir hennar væri í meðferð og svaraði hún: "Það er satt og það er mjög jákvætt."