Ævintýri Úr Night at the Museum. <strong></strong>
Ævintýri Úr Night at the Museum.
FJÓRAR nýjar kvikmyndir voru á meðal þeirra tíu mest sóttu í Bandaríkjunum um jólin. Beint í efsta sætið stökk ævintýramyndin Night at the Museum með Ben Stiller og Robin Williams í aðalhlutverkum.

FJÓRAR nýjar kvikmyndir voru á meðal þeirra tíu mest sóttu í Bandaríkjunum um jólin. Beint í efsta sætið stökk ævintýramyndin Night at the Museum með Ben Stiller og Robin Williams í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um ungan mann sem ræður sig í starf næturvarðar á þjóðminjasafni þar sem vægast sagt undarlegir atburðir eiga sér stað á hverri nóttu.

Silvester Stallone náði þriðja sætinu með nýjustu mynd sinni um hnefaleikakappann Rocky, en myndin heitir einfaldlega Rocky Balboa og fjallar um endurkomu kappans í hringinn.

Í fjórða sætinu er svo spennumyndin The Good Shepard í leikstjórn leikarans Roberts DeNiro, sem einnig fer með hlutverk í myndinni ásamt þeim Matt Damon og Angelinu Jolie.

Loks stökk kvikmyndin We are Marshall beint í áttunda sætið en myndin segir sanna sögu af fótboltaliði Marshalls háskólans í kjölfar hræðilegs flugslyss. Það er Matthew McConaughey sem fer með aðalhlutverkið í myndinni.

Mest sóttu myndirnar: 1. Night at the Museum 2. The Pursuit of Happiness 3. Rocky Balboa 4. The Good Shepherd 5. Charlotte's Web 6. Eragon 7. Dreamgirls 8. We Are Marshall 9. The Holiday 10. Happy Feet