FJÓRIR piltar um tvítugt voru handteknir í gær vegna vopnaðs ráns í verslun 11–11 í Gilsbúð í Garðabæ rétt fyrir miðnætti á miðvikudagskvöld. Tilkynning um ránið barst lögreglunni klukkan 23.

FJÓRIR piltar um tvítugt voru handteknir í gær vegna vopnaðs ráns í verslun 11–11 í Gilsbúð í Garðabæ rétt fyrir miðnætti á miðvikudagskvöld. Tilkynning um ránið barst lögreglunni klukkan 23.12 þá um kvöldið og sagði starfsmaður verslunarinnar, sem tilkynnti ránið, að dökkklæddur maður hefði komið hlaupandi að honum og slegið hann í andlit þannig að hann datt í gólfið. Hefði maðurinn verið íklæddur lambhúshettu og vopnaður járnstöng sem hann þó notaði ekki en hrifsaði peninga til sín, nokkra tugi þúsunda, og flúði á brott.

Rannsókn lögreglunnar í Hafnarfirði leiddi síðan til þess að fjórir piltar voru handteknir og yfirheyrðir.