Reuter Frumleg hótelbygging NÝTT hótel hefur verið opnað í Las Vegas í Bandaríkjunum og hefur það hlotið nafnið Luxor Las Vegas.

Reuter Frumleg hótelbygging

NÝTT hótel hefur verið opnað í Las Vegas í Bandaríkjunum og hefur það hlotið nafnið Luxor Las Vegas. Er nafngiftin við hæfi miðað við útlit þess og næsta nágrennis því fyrirmyndir arkitektanna eru egypskar fornminjar, pýramídar og sfinxinn. Ofan á tindi pýramídans er gífurlega öflugur ljóskastari en ljóskeilan frá honum á að vera sýnileg allt að 16 kílómetra í loft upp. Fullbúið með öllu kostar hótelið, sem í verður risastórt spilavíti, 375 milljónir dollara, jafnvirði 26 milljarða íslenskra króna.