Framkvæmdir við endurnýjun á Iðnó ganga mjög vel Deilt um einfalt eða þrefalt gler UPP ER risinn ágreiningur milli byggingarnefndar Iðnó og Húsafriðunarnefndar ríkisins um hvort eigi að vera einfalt gler í gluggum í Iðnó, sem nú er verið að endurbyggja...

Framkvæmdir við endurnýjun á Iðnó ganga mjög vel Deilt um einfalt eða þrefalt gler

UPP ER risinn ágreiningur milli byggingarnefndar Iðnó og Húsafriðunarnefndar ríkisins um hvort eigi að vera einfalt gler í gluggum í Iðnó, sem nú er verið að endurbyggja, eða þrefalt gler eins og byggingarnefndin vill. Haraldur Blöndal formaður Iðnónefndarinnar segir að nefndin sé sammála um að hafa þrefalt gler.

Nefndin lét smíða glugga í húsið í réttri stærð og sagði Haraldur að einhugur væri í nefndinni að hafa þetta svona. Auk Haraldar eru í nefndinni Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar og Hjörleifur Kvaran lögfræðingur hjá Reykjavíkurborg. Arkitekt hússins er Ingimundur Sveinsson og ráðgjafi er Þorsteinn Gunnarsson leikari og arkitekt. "Við erum allir sammála um að það komi ekki til greina að fara að tillögum Húsafriðunarnefndar því það spillir útliti hússins. Við ætlum að byggja þetta svona."

Morgunblaðið/Þorkell

Þrefalda glerið skoðað

HJÖRLEIFUR Kvaran, sem á sæti í Iðnónefnd (t.v.), og Þorsteinn Gunnarsson, ráðgjafi nefndarinnar, við þrefalda glerið sem verður í Iðnó. Framkvæmdir við endurnýjunina ganga eftir áætlun.