HVAR er Sprengjuhöllin? er það fyrsta sem kemur upp í huga manns þegar litið er yfir Lagalista vikunnar. Lagið "Verum í sambandi" sat í sjötta sæti listans í síðustu viku, sína 13. viku á lista, en er nú dottið út, sambandið hefur rofnað.
HVAR er Sprengjuhöllin? er það fyrsta sem kemur upp í huga manns þegar litið er yfir Lagalista vikunnar. Lagið "Verum í sambandi" sat í sjötta sæti listans í síðustu viku, sína 13. viku á lista, en er nú dottið út, sambandið hefur rofnað.

Það er aftur á móti sjarmerandi Færeyingurinn Jógvan með lag sitt "Rooftop" sem nær fyrsta sætinu núna eftir að hafa verið sex vikur með það á listanum. Í öðru sæti eru Laddi og Milljónamæringarnir með "Milljarðarmæringinn" og í því þriðja er "Working class hero" með Green Day, 1. maí samt löngu liðinn.

Lögin sem vermdu toppinn í síðustu viku, "Allt fyrir ástina" með Páli Óskari og "Big Girls Don't Cry" með Fergie og Black Eyed Peas þurfa nú að gera sér fjórða og fimmta sætið að góðu, fúlt það.

Rokkstjarnan Magni vinnur um þessar mundir að því að taka upp sína fyrstu sólóplötu og stekkur nú ansi hátt á Lagalistanum með lagið "If I Promised You The World" sem situr í sjötta sæti og á örugglega eftir að gera góða hluti á næstunni.

Hæst nýrra laga á lista er "Instand karma" með öldungunum í U2, þeir eru í fimmtánda sæti og eiga eflaust eftir að komast hærra ef tekið er mið af velgengni fyrri smella þeirra félaga.