Sunna Gunnlaugsdóttir
Sunna Gunnlaugsdóttir
TRÍÓ Sunnu Gunnlaugsdóttur heldur tónleika í kvöld kl. 21.30 í Deiglunni á Akureyri. Sunna leikur á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Á efnisskránni eru tónsmíðar Sunnu, nýjar og áður útgefnar.
TRÍÓ Sunnu Gunnlaugsdóttur heldur tónleika í kvöld kl. 21.30 í Deiglunni á Akureyri. Sunna leikur á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur.

Á efnisskránni eru tónsmíðar Sunnu, nýjar og áður útgefnar. Sunna hefur stjórnað þáttasyrpunni Djass Gallerí New York á Rás 1 frá árinu 1998. Tónleikagestir geta keypt sérstök kort sem gilda á sex tónleika að eigin vali, bæði í sumar og næsta sumar, með 50% afslætti. Aðgöngumiðar kosta annars 1.000 kr. og fer sala þeirra og korta fram við innganginn.