— Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson
GEIR H. Haarde forsætisráðherra skoðaði framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng þegar hann var staddur á Siglufirði á ferð sinni um Fjallabyggð.
GEIR H. Haarde forsætisráðherra skoðaði framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng þegar hann var staddur á Siglufirði á ferð sinni um Fjallabyggð. Héðinsfjarðargöng eru stærsta verkefni sem Vegagerðin hefur boðið út en um verkið sjá verktakafyrirtækin Metrostav, sem sér um borun og sprengingu í göngum, og Háfell sem sinnir öllum öðrum verkþáttum.

Að sögn Magnúsar Jónssonar, verkefnisstjóra hjá Háfelli, gengur verkið vel þrátt fyrir margskonar basl sem hann segir óhjákvæmilega fylgja jarðgangagerð. Verkefnið segir hann á áætlun Siglufjarðarmegin en lítillega á eftir áætlun Ólafsfjarðarmegin þar sem vatnsrennsli og önnur vandamál hafi sett strik í reikninginn. Áætla verktakarnir að komast í gegnum fjöllin um næstu áramót en verklok verða í desember árið 2009.