— AP
FLÓÐIN sem nú eru í Englandi eru þau verstu í rúm sextíu ár. Fjöldi fólks í nágrenni Oxford hefur verið fluttur frá heimilum sínum í varúðarskyni og slökkviliðsmenn hafa hamast við að stífla götur.
FLÓÐIN sem nú eru í Englandi eru þau verstu í rúm sextíu ár. Fjöldi fólks í nágrenni Oxford hefur verið fluttur frá heimilum sínum í varúðarskyni og slökkviliðsmenn hafa hamast við að stífla götur.

Flóðasvæðið var í gær enn í um tveggja kílómetra fjarlægð frá háskólasvæðinu í Oxford.

Margir íbúanna hafa verið án drykkjarvatns úr krönum síðan um helgina á svæðunum sem verst urðu úti í Vestur-Englandi og 350.000 manns í Gloucesterskíri mega vænta þess að vera án þess í tvær vikur.

Á myndinni má sjá St Frideswide kirkjuna í Oxford, umflotna vatni.