Sigmundur Einar Másson
Sigmundur Einar Másson
"ÞAÐ verður spennandi að takast á við þetta verkefni en ég hef að sjálfsögðu ekki upplifað það áður að mæta til leiks í titilvörn á Íslandsmóti áður," segir Íslandsmeistarinn Sigmundur Einar Másson úr GKG.
"ÞAÐ verður spennandi að takast á við þetta verkefni en ég hef að sjálfsögðu ekki upplifað það áður að mæta til leiks í titilvörn á Íslandsmóti áður," segir Íslandsmeistarinn Sigmundur Einar Másson úr GKG. Hann stundar nám við bandaríska háskólann McNeese og leikur jafnframt með skólaliðinu. "Það er vissulega öðruvísi að leika við íslenskar aðstæður en eins og veðrið hefur verið í sumar þá er þetta engu líkt. Vellirnir eru það harðir að maður hefur þurft að láta boltann lenda 15 metrum fyrir framan flöt til þess að slá ekki of langt. Það eru aðstæður sem við þekkjum varla hér á landi en eftir að hafa skoðað aðstæður hér á Hvaleyrarvelli þá sýnist mér að við getum slegið nokkið grimmt á "pinnann" á þessu móti. Flatirnar taka ágætlega við innáhöggunum." Það eru fjölmargir atvinnukylfingar sem ætla sér án vafa að hrifsa titilinn úr höndum Sigmundar en hann er hvergi banginn við kylfinga á borð við Birgi Leif Hafþórsson, Heiðar Davíð Bragason eða Sigurpál Geir Sveinsson. "Það sem mun skipta mestu máli á þessu móti er að gera sem fæst mistök. Sá kylfingur sem gerir fæst mistök sigrar," sagði Sigmundur.