METVIÐSKIPTI voru í Kauphöll OMX á Íslandi í gær eftir að Novator greiddi seljendum Actavis fyrir hluti sína. Yfirtakan er þó ekki talin munu hafa veruleg áhrif á verðbólgu, a.m.k. ekki þannig að Seðlabankinn þurfi að láta til sín taka.
METVIÐSKIPTI voru í Kauphöll OMX á Íslandi í gær eftir að Novator greiddi seljendum Actavis fyrir hluti sína. Yfirtakan er þó ekki talin munu hafa veruleg áhrif á verðbólgu, a.m.k. ekki þannig að Seðlabankinn þurfi að láta til sín taka. Er það mat Ingólfs Benders, forstöðumanns Greiningar Glitnis, sem bendir einnig á væntanleg gengisáhrif, styrkingu krónunnar. Hann telur þó líklegt að eignaáhrifin muni reynast sterkari en gengisáhrifin. Er þar átt við aukna eftirspurn í hagkerfinu. Athygli vekur að um 90% hlutafjárins verða greidd í evrum. Eins og fram hefur komið greiðir Novator rúma 180 milljarða króna til fyrrum hluthafa en viðskiptin nema 5,5 milljörðum evra, um 451 milljarði kr. Er það vegna endurfjármögnunar á skuldum Actavis. Þá kemur fram í samanburðarskýrslu frá Deutsche Bank að yfirtakan er þriðja stærsta skuldsetta yfirtaka eins aðila í sögunni. | Viðskipti