KYNBUNDINN launamunur er óvíða meiri í Evrópusambandinu en í Þýskalandi og landið sker sig nokkuð úr þegar horft er til Mið- og Norður-Evrópu.
KYNBUNDINN launamunur er óvíða meiri í Evrópusambandinu en í Þýskalandi og landið sker sig nokkuð úr þegar horft er til Mið- og Norður-Evrópu. Þýskar konur höfðu að meðaltali 22% lægri tekjur en karlmenn, og raunar jókst launamunurinn um 1% frá árinu 1995 til 2005 að því er kemur fram í frétt Süddeutsche Zeitung .

Til samanburðar má nefna að launamunur kynjanna í Evrópusambandinu öllu lækkaði úr 17% í 15% á sama tímabili. Launamunur kynjanna er eingöngu meiri en í Þýskalandi í þremur löndum ESB, þ.e. á Kýpur, í Eistlandi og Slóvakíu, en það eru væntanlega lönd sem Þjóðverjar hafa ekki mikinn áhuga á að bera sig saman við. Sé til að mynda litið til nágrannalandsins Frakklands er launamunur kynjanna þar hátt í helmingi minni en í Þýskalandi eða 12%.