[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Haustlitaferð til Lapplands TREX-Hópferðamiðstöðin verður með haustlitaferð til Lapplands og Norður-Noregs dagana 14.-22. september.

Haustlitaferð til Lapplands

TREX-Hópferðamiðstöðin verður með haustlitaferð til Lapplands og Norður-Noregs dagana 14.-22. september. Flogið verður til Helsinki og þaðan haldið til Ivalo, hins finnska hluta Lapplands en þar tekur við fjögurra daga ferð með megináherslu á Norður-Noreg. Gist verður í Hammerfest, nyrsta bæ í heimi, og þaðan farið til Nordkap, nyrsta odda Evrópu, og til bæjarins Alta, auk þess sem Hammerfest er skoðuð og m.a. heimsótt Samafjölskylda sem kynnir menningu Sama og bíður til hádegisverðar að þeirra hætti. Á þessum norðlægu slóðum verður hægt að virða fyrir sér haustlitadýrðina en mörgum þykir einmitt haustið vera fegursta árstíðin þar. Á bakaleiðinni er ekið meðfram Porsanger-firði og Karasjok. Undir lok ferðarinnar verður síðan siglt með lúxusferju yfir til Stokkhólms þar sem gist er síðustu nóttina. Fararstjóri er Kristján M. Baldursson.

Berlín í september og október

GB Ferðir kynna helgarferðir til Berlínar í haust. Boðið verður upp á gistingu á tveimur af glæsilegustu hótel Berlínar, Ritz Carlton Berlín og Hilton Berlin en bæði hótelin eru vel staðsett í borginni. Ritz Carlton við Potzdamer Platz og Hilton Berlin við Gendarmenmarkt. Hótelin eru bæði 5 stjörnu.

Ferðirnar eru farnar dagana 13.-16.september, 27.-30.september, 18.-21.október og 25.-28.október.

GB Ferðir sími: 534 5000 netfang: info@gbferdir.is vefslóð: gbferdir.is