Helena Árnadóttir
Helena Árnadóttir
HELENA Árnadóttir úr GR hefur titil að verja á Íslandsmótinu í höggleik í kvennaflokki en hún sigraði í fyrsta sinn í fyrra á Urriðavelli. Helena tekur undir það að hún hafi komið á óvart með sigrinum í fyrra.
HELENA Árnadóttir úr GR hefur titil að verja á Íslandsmótinu í höggleik í kvennaflokki en hún sigraði í fyrsta sinn í fyrra á Urriðavelli. Helena tekur undir það að hún hafi komið á óvart með sigrinum í fyrra. "Ég finn að pressan er meiri á mér en í fyrra enda áttu fáir von á því að ég myndi sigra í fyrra. Það sem skiptir mestu máli á þessum velli er að upphafs höggin þurfa að vera nákvæm. Og þá sérstaklega í hrauninu." Helena er vör um sig í yfirlýsingum fyrir Íslandsmótið og ætlar greinilega að láta verkin tala úti á vellinum. "Það verður mikil og hörð keppni um titilinn. Ég á allt eins von á því að ungu stelpurnar láti að sér kveða, Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni, Signý Arnórsdóttir úr GK og Elísabet Oddsdóttir úr GR hafa allar leikið vel í sumar." Íslandsmeistarinn sagði að hún hefði í mörg horn að líta í undirbúningnum fyrir fyrsta keppnisdaginn. "Ég hef ekki verið nógu ánægð með árangurinn í stuttu púttunum. Ég hef notað mikinn tíma í að æfa púttin að undanförnu," sagði Helena.