HAGNAÐUR Vinnslustöðvarinnar á fyrri helmingi þessa árs nam 1.116 milljónum króna. Þetta er mikil breyting til batnaðar frá sama tímabili í fyrra en þá var tap félagsins 493 milljónir.
HAGNAÐUR Vinnslustöðvarinnar á fyrri helmingi þessa árs nam 1.116 milljónum króna. Þetta er mikil breyting til batnaðar frá sama tímabili í fyrra en þá var tap félagsins 493 milljónir.

Í Morgunkorni Greiningar Glitnis segir að skýringin á umskiptunum skýrist að stórum hluta af fjármagnsliðum vegna styrkingar krónunnar. EBITDA-hlutfall hafi aukist um 4,6% milli ára. Segir deildin að þetta verði að teljast góð niðurstaða sé tekið tillit til sterks gengis krónunnar. Rekstrarhorfur fyrirtækisins til skemmri tíma hafa hins vegar versnað með skerðingu á aflamarki í þorski auk þess sem að krónan hafi ekkert gefið eftir.