SÖNGKONAN og lagahöfundurinn Joni Mitchell hefur samið við útgáfufyrirtæki Starbucks, Hear Music, um útgáfu á nýrri hljómplötu. Mitchell hefur ekki sent frá sér hljómplötu í heil níu ár, þ.e.
SÖNGKONAN og lagahöfundurinn Joni Mitchell hefur samið við útgáfufyrirtæki Starbucks, Hear Music, um útgáfu á nýrri hljómplötu. Mitchell hefur ekki sent frá sér hljómplötu í heil níu ár, þ.e. með frumsömdum lögum, og hljóta þetta því að vera stórfréttir fyrir aðdáendur hennar.

Platan mun heita Shine og verður til sölu á kaffihúsum Starbucks-keðjunnar frá því í september næstkomandi. Nýverið gaf Paul McCartney út plötuna Memory Almost Full undir merkjum Hear Music. Um hálf milljón eintaka af plötu McCartneys hefur selst í Bandaríkjunum. Ken Lombard, yfirmaður afþreyingarsviðs Starbucks, segir plötuna "alvöru Joni-plötu", sagnaþulurinn sé snúinn aftur.