ENGAN sakaði þegar eldur kom upp í vélarrúmi bifreiðar sem ekið var eftir Hafnarfjarðarvegi til móts við Smárann. Ökumaður sá hvítan reyk stíga úr framhluta bifreiðarinnar og nam hann þegar staðar.
ENGAN sakaði þegar eldur kom upp í vélarrúmi bifreiðar sem ekið var eftir Hafnarfjarðarvegi til móts við Smárann. Ökumaður sá hvítan reyk stíga úr framhluta bifreiðarinnar og nam hann þegar staðar. Hann yfirgaf bifreiðina ásamt farþega sínum og tilkynnti slökkviliði um eldinn. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en bifreiðin er hins vegar talin mikið skemmd, ef ekki ónýt. Tildrög eldsvoðans liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Þá kom eldur upp í potti sem gleymst hafði á eldavél í Grafarvogi í gærkvöld. Slökkvilið náði að slökkva eldinn á skömmum tíma og litlar skemmdir urðu á húsnæðinu.