[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
KRYDDPÍAN Melanie Brown segir að hún og Eddie Murphy hafi ákveðið að eignast barn saman og planið hafi verið að giftast eftir fæðingu þess. "Þetta var skipulagður getnaður," segir Brown, 32 ára, í viðtalið sem birtist á Essence.com.
KRYDDPÍAN Melanie Brown segir að hún og Eddie Murphy hafi ákveðið að eignast barn saman og planið hafi verið að giftast eftir fæðingu þess.

"Þetta var skipulagður getnaður," segir Brown, 32 ára, í viðtalið sem birtist á Essence.com. "Þetta var engin tilviljun. Ég er ábyrgt foreldri og hef verið ábyrg einstæð móðir síðan ég skildi við Jimmy Gulzar árið 1999 eftir átta mánaða hjónaband."

Mel B segir að þau hafi ákveðið saman að hún hætti að nota getnaðarvarnir og stuttu seinna hafi hún orðið ólétt.

Brown fæddi síðan barnið, Angel Iris Murphy Brown, 3. apríl síðastliðinn og hélt því alltaf fram að Murphy væri faðirinn þó að hann héldi öðru fram. Niðurstöður úr DNA-prófi í júní sönnuðu síðan að hann ætti barnið.

En Brown segir nú að hún sé ekki viss um að lífsstíll hennar og Murphys eigi saman.

"Það var ýmislegt sem gerðist í húsinu í sambandi við lífsstíl hans sem ég var ekki tilbúin að vera þátttakandi í. En ég á barn með þessum manni svo ég verð að virða hann. Á mínu heimili snýst allt um börnin mín og mig. Fólk knýr ekki dyra hjá mér kl. þrjú eða fjögur á nóttunni."