— Reuters
AÐ minnsta kosti 26 Bagdadbúar biðu bana í sprengjutilræðum þegar þeir fögnuðu sigri karlalandsliðs Íraks í fótbolta í Asíubikarnum í Kuala Lumpur í gær.
AÐ minnsta kosti 26 Bagdadbúar biðu bana í sprengjutilræðum þegar þeir fögnuðu sigri karlalandsliðs Íraks í fótbolta í Asíubikarnum í Kuala Lumpur í gær. Þrátt fyrir blóðsúthellingarnar streymdu þúsundir annarra Bagdadbúa út á göturnar til að fagna sigrinum á Suður-Kóreu í æsispennandi vítaspyrnukeppni eftir að leik liðanna í undanúrslitum lauk með jafntefli. Langflestir íbúar Bagdad sameinuðust í fögnuði og þjóðarstolti þrátt fyrir blóðugt borgarastríð sjíta og súnníta.